29 September 2006

Vefráðstefna um hlutverk vefstjórans

Þetta var hin sæmilegasta ráðstefna í gær - Sátt og samstarf hjá SKÝ. Gaman að sjá bæði bókasafnsfræðinga og bókasafnsfræðinema þar :o)

Fókusinn var hlutverk vefstjórans, verkefnistjórn og mælingar á árangri.

Tækni

- við lítum á hana í dag sem skapandi verkfæri en ekki lengur eingöngu sem samskiptatól

Einstaklingshyggja
- fóllk vill láta koma fram við sig sem einstaklinga þótt það þrífist í samfélögum á netinu. Vill t.a.m. finna sjálft það sem það leitar að - leit og leiðarkerfi kýrskýrt. Simmi hjá Icelandair líkti vefnum við bar - fólk vill annað hvort stutt kynni eða stofna til langtímasambands

Vefurinn:
- valdi ekki valkvíða - ekki of mikið í boði
- sé persónulegur - tali við mig
- sendi mig ekki á villigötur - í botnlanga

Rætt var um:
- þörf þess að mennta vefstjóra sérstaklega - ekkert sérhæft nám í boði í dag - skorað á skólana
- of litla áherslu á vefmál í fyrirtækjum og stofnunum og þar með hættuna á að vefstjórar brenni út
- of mikið álag og of lítill tími fyrir vefmálin (28% stofnana eru með sérstakan starfsmann í vefmálum og þótti það sjokkerandi tala (Sjá skýrsluna: Hvað er spunnið í opinbera vefi?))
- mikilvægi þess að allir átti sig á að þetta er stærðarinnar fjárfesting sem við höldum utan um og þarf því að gera allt vel

Vefstjórinn má taka sig saman í andlitinu
- Meiri agi - Meiri forvinna og skipulagning í stórum sem smáum verkefnum
- Meiri mælingar til að mæla ROI
- Þarf að þekkja tæknilega umhverfið vel

Vandamálin hjá IT birgjunum
- Segja ekki alltaf satt um stöðuna - taka á sig of mörg verkefni og segja mögulegt að gera hlut
- Þurfa að gera meiri kröfur til okkar um forvinnu

Í vefmál þarf:
- textasmið
- ritstjóra
- markaraðsmann
- tæknigúru
- sérfræðing í innri ferlum
- árangursmatsmann
- sölumann
- einhvern sem skilur notendur
- þróunarstjóra
- hugsjónamann með framtíðarsýn
- einhvern sem safnar hugmyndum frá samstarfsfólki
- einhvern sem hefur góðan aðgang að stjórnendum
- eftirlitsmann
- gagnrýnanda

Þessi síðasta upptalning er af glærum Áslaugar hjá Sjá.

2 comments:

Anonymous said...

Stórkostlegt komment með barinn. Frábært :)

Anonymous said...

hvar er þessi bar??
Ég þangað