26 November 2006

Stafræna gjáin - tölvur á bókasöfnin


Ég verð að segja að ég er tiltölulega ánægð með Bill Gates þessa dagana. Samkvæmt fréttum síðasta fimmtudag ætlar stofnun hans að styrkja stjórnvöld í Rúmeníu til þess að koma tölvum fyrir í öllum opinberum bókasöfnum í landinu. "Tilgangurinn er að gera öllum Rúmenum kleyft að nota tölvur og komast á Netið án þess að þurfa að greiða fyrir. Stofnunin stefnir á að gera slíkt hið sama í Chile, Lettlandi, Litháen og Mexíkó á næstu mánuðum." (mbl.is)
Ég er hæstánægð með staðarvalið - bókasöfnin. Þangað geta allir komið. Kannski verður þetta til þess að stafræna gjáin grynnkar eitthvað. Helstu ástæður þess að fólk notar ekki tölvur er kostnaðurinn við að kaupa þær og kunnáttuleysi. Auðvitað verða þessi bókasöfn að einhverju marki að kenna notendum að nota tölvurnar og hvetja til notkunar þeirra. Það er ekki allt fengið með að setja þær upp og stinga í samband.