07 March 2007

Wikipedia og áreiðanleiki upplýsinga

Upp hefur komist um Essjay höfund efnis á Wikipedia sem lengi vel hefur villt á sér heimildir og meðal annars logið til um doktorsgráðu og prófessorsstöðu í trúarbragðafræðum. 31. júlí 2006 birtist viðtal í New Yorker við Essjay:


"One regular on the site is a user known as Essjay, who holds a Ph.D. in theology and a degree in canon law and has written or contributed to sixteen thousand entries. A tenured professor of religion at a private university, Essjay made his first edit in February, 2005. " (Heimild: The New Yorker)

Nú hefur verið bætt við greinina athugasemdum ritstjóra (editor's note) þar sem fram kemur að þegar viðtalið var tekið vissu hvorki blaðakonan og Pulitzer verðlaunahafinn Stacy Schiff hjá The New Yorker, né umsjónarmenn Wikipedia hver Essjay raunverulega var. Hann hefur nú verið rekinn úr Wikipedia samfélaginu.

Áfallið fyrir Jimmy Wales hlýtur að vera þó nokkuð þótt hann viðurkenni seint óáreiðanleika Wikipedia:


"I don't think this incident exposes any inherent weakness in Wikipedia, but it does expose a weakness that we will be working to address," (Heimild: Wikipedia)

Sett hefur verið af stað sérstakt átak í að sannreyna tilvist og menntun höfunda efnis á Wikipedia.

Aldrei, aldrei ALDREI vísa í Wikipedia sem heimild. Þá getur þú alveg eins vísað í Uncyclopedia Wiki.