Hvort er meira grípandi:
Heildarveltan var eitthundrað milljónir króna
Heildarveltan var 100 milljónir króna
Jakob Nielsen segir rannsóknir sínar á lesvenjum notenda á vefnum benda til þess að sú síðari henti betur. Flestir notendur skima texta og grípa þá frekar tölulegar staðreyndir þegar þær eru ritaðar með tölustöfum en þegar þær eru í bókstöfum. Auðvitað er alltaf gott að gæta meðalhófs og á ekki alltaf við að nota tölustafi.
Jakob Nielsen byggir þessa niðurstöðu sína á rannsókn þar sem hann beitti svokallaðri "eye-tracking" aðferð. Þessi aðferð er ekki ný af nálinni og hefur hann notað hana í tíu ár. (Hér er t.d. talan 10 ekki svo merkileg að mér finnist ég þurfa að nota tölustafi). Ég sá þessa aðferð "in action" á ráðstefnunni Markaðssetning á Netinu - RIMC í nóvember. Notandinn fókusar á punkt í ákveðnu tæki svo hægt sé að taka mið af því hvert hann horfir og svo er auganu fylgt á meðan hann skoðar ákveðnar vefsíður jafnvel í þeim tilgangi að leysa ákveðið verkefni. Mjög spennandi aðferð.
Show Numbers as Numerals When Writing for Online Readers
Eyetracking Research
Writing for the Web: A Primer for Librarians
2 comments:
Hvort er meira grípandi...ég blogga einu sinni á dag....eða ég blogga 0 á 2 mánuðum?????
Ég vil orða fyrra kommentið mitt öðruvísi...Hvort er meira grípandi ég blogga sjaldan eða ég blogga á 1 sinnu á hverjum ársfjórðungi.
Post a Comment