16 January 2014

Jólin í júlí

Í júlí fékk ég lánaða bók á bókasafninu. Tók hana af rælni - datt ekki í hug að neinn myndi vilja eiga hana heima hjá sér - heila bók um eina uppskrift af jólakúlu með 55 mismunandi munstrum. 

Ákvað svo að prófa að prjóna kúlu og maður minn hvað það var erfitt að fylgja bæði uppskriftinni að kúlunni - útaukningunni - og svo munstrinu sjálfu. En það kom ótrúlega fljótt og mörgum jólakúlum síðar er ég bara ansi góð í þessu.


Ég ákvað að kaupa bókina 55 Christmas Balls to Knit  á Amazon.com en fyrir jólin var hún líka á tilboði í gegnum Núið.

 55 Christmas Balls to Knit
 
Ég gerði nokkrar kúlur til að komast uppá lagið með aðferðina og fór svo fljótt að gera tilraunir með munstur frá mér sjálfri. Þessi lengst til hægri er frá mér. Einfalt jólarósarmunstur.
 
 
Fallegastar finnst mér kúlurnar í hvítu og rauðu eða rauðu með  smá gulli.
 
Knitting a Christmas ball with a hint of gold
 
Ég geri eina kúlu á kvöldi yfir sjónvarpinu. Um að gera að hafa munstrið ekki flókið ef verið er að horfa á spennandi sjónvarpsefni ;)
 

No comments: