Í nýjasta hefti Library & Information Science Research, Vol.26(2), bls. 162-176 er athyglisverð grein um könnun á
Internet Archive þar sem varpað er ljósi á umfang safnsins. Internet Archive safnar vefsíðum um allan heim og hægt er að skoða þær í
Waybackmachine.
Í greininni segir að ekki sé jafnræði milli landa hvað söfnunina varðar, hvort sem það sé viljandi gert eða ekki.
"The unbalanced representation of different countries in the Internet Archive, although not intentional, remains a problem in providing an effective historical archive of the Web. It is reassuring, however, that the archive does not seem to have bias against indexing of non-ASCII pages, although it seems likely from the discussion that poorer countries generally will be underrepresented. If the archive truly wants to be a mirror of Web history, measures need to be taken to correct the imbalance that currently exists. However, this may not be a practical possibility since sites can only really be found in large numbers by following links, unless domain name allocating organizations would be willing to give lists of used names to the archive."
"The discovery that the only serious resource for large quantities of historical Web data is flawed is a setback for Web research."
Ég gerði smá próf á safninu, fletti upp á vefslóð Fasteignamats ríkisins á Íslandi
www.fmr.is, Alt om Köbenhavn í Danmörku
aok.dk og svo Special Libraries Association í Bandaríkjunum,
www.sla.org. Til að athuga með dekkun á vefsetrum fátækari ríkja skoðaði ég Ethiopian Telecommunications Corp.
http://www.telecom.net.et og það virtist koma mjög svipað út. Athyglisvert þótti mér að það er eiginlega ekkert til í safninu yfir allar þessar síður frá því í febrúar á síðasta ári!
Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun í þessum málum hér á landi en skv. 8. gr.
laga nr. 2002 um skylduskil til safna ber þeim "sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu." "Afhendingarskyldu telst fullnægt sé móttökusafni gert kleift að taka til sín eintak af verkinu.
" Í lögunum er kveðið á um að
Landsbókasafn skuli varðveita vefsíðurnar og á vef safnsins kemur fram að gefnar verði út
leiðbeiningar um hvernig söfnun og afhending muni fara fram. Þorsteinn Hallgrímsson skrifaði áhugaverða grein um þetta efni í 28. árgang
Bókasafnsins. Þar greinir hann frá helstu atriðum sem varða varðveislu vefsíðna og aðgang að þeim söfnum.