14 December 2005

Háskólastúdentar nýta ekki dýra gagnagrunna - vilja frekar ókeypis upplýsingar á netinu

Greip niður í grein í The Journal of Academic Librarianship Volume 31, Issue 6 , November 2005, Pages 559-566. Greinin nefnist: Faculty Views of Open Web Resource Use by College Students og er eftir Nicholas G. Tomaiuolo. Nicholas komst að því að háskólastúdentar nýta sér oft frekar ókeypis upplýsingar á netinu í stað þess að leita í rándýrum gagnagrunnum sem bókasafn viðkomandi skóla hefur lagt mikið á sig að kaupa aðgang að.

"College students continue to use open Web resources extensively; open Web resources are often relied on even though faculty report that most of the information located is not authoritative or credible, but acceptable." "...while libraries with limited budgets spend considerable sums to offer databases, the results of this survey show that these resources are underused."
Ekki er ég neitt sérstaklega undrandi yfir þessu. Hin djúpi vefur liggur of djúpt fyrir þessa nemendur.
"In a larger context student reliance on open Web resources has a broad significance as to whether students can recognize and use quality information. "
Sumir hafa gengið svo langt að segja:
"...students’ indiscriminate use of sources might be likened to academic promiscuity, a kind of textual sleeping around among whatever attractive sources can be easily picked up in chatrooms, databases, or stacks. " (Computers and Composition Volume 17, Issue 3 , December 2000, Pages 309-328. Investigating the practices of student researchers: patterns of use and criteria for use of internet and library sources, by Vicki Tolar Burton and Scott A. Chadwick.)

18 March 2005

Varðveisla vefsíðna

Í nýjasta hefti Library & Information Science Research, Vol.26(2), bls. 162-176 er athyglisverð grein um könnun á Internet Archive þar sem varpað er ljósi á umfang safnsins. Internet Archive safnar vefsíðum um allan heim og hægt er að skoða þær í Waybackmachine.
Í greininni segir að ekki sé jafnræði milli landa hvað söfnunina varðar, hvort sem það sé viljandi gert eða ekki.
"The unbalanced representation of different countries in the Internet Archive, although not intentional, remains a problem in providing an effective historical archive of the Web. It is reassuring, however, that the archive does not seem to have bias against indexing of non-ASCII pages, although it seems likely from the discussion that poorer countries generally will be underrepresented. If the archive truly wants to be a mirror of Web history, measures need to be taken to correct the imbalance that currently exists. However, this may not be a practical possibility since sites can only really be found in large numbers by following links, unless domain name allocating organizations would be willing to give lists of used names to the archive."
"The discovery that the only serious resource for large quantities of historical Web data is flawed is a setback for Web research."
Ég gerði smá próf á safninu, fletti upp á vefslóð Fasteignamats ríkisins á Íslandi www.fmr.is, Alt om Köbenhavn í Danmörku aok.dk og svo Special Libraries Association í Bandaríkjunum, www.sla.org. Til að athuga með dekkun á vefsetrum fátækari ríkja skoðaði ég Ethiopian Telecommunications Corp. http://www.telecom.net.et og það virtist koma mjög svipað út. Athyglisvert þótti mér að það er eiginlega ekkert til í safninu yfir allar þessar síður frá því í febrúar á síðasta ári!
Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun í þessum málum hér á landi en skv. 8. gr. laga nr. 2002 um skylduskil til safna ber þeim "sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu." "Afhendingarskyldu telst fullnægt sé móttökusafni gert kleift að taka til sín eintak af verkinu. " Í lögunum er kveðið á um að Landsbókasafn skuli varðveita vefsíðurnar og á vef safnsins kemur fram að gefnar verði út leiðbeiningar um hvernig söfnun og afhending muni fara fram. Þorsteinn Hallgrímsson skrifaði áhugaverða grein um þetta efni í 28. árgang Bókasafnsins. Þar greinir hann frá helstu atriðum sem varða varðveislu vefsíðna og aðgang að þeim söfnum.

20 February 2005

Viðmótsprófanir

Er að skrifa grein fyrir Bókasafnið þar sem ég tek saman helstu niðurstöður MAIM (Master of Information Management) ritgerðarinnar minnar við Háskólann í Brighton. Ég skrifaði um viðmótsprófanir á vefsetrum fjögurra háskóla á Íslandi, HÍ, HR, Kennó og HA. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart - vefur HR stóð uppúr. Vefsetrin hafa öll við mismunandi vandamál að eiga en stærst voru notkun s.k. terminology sem er þýtt í Orðabankanum sem fagorð eða íðorð, ósamræmi í útliti og leiðarkerfi, misræmi í upplýsingagjöf, notkun ramma og hvað þá notkun ramma innan ramma sem er agalegt.
Ég verð að viðurkenna að nytsemisfræði (usability) Jakob Nielsen heilla mig nokkuð þótt ég sé ekki alveg heilaþvegin - játa fúslega að hann gengur of langt á stundum. Það var alveg frábært að fá að sjá hann og heyra á Online ráðstefnunni í London í vetur. Hvað þá Louis Rosenfeld sem skrifaði (ásamt Peter Morville) Information Architecture for the World Wide Web. Sakar ekki að hann er eitthvað fyrir augað líka - kannski var það bara því hann minnti mig á Nonna :o)