20 February 2005

Viðmótsprófanir

Er að skrifa grein fyrir Bókasafnið þar sem ég tek saman helstu niðurstöður MAIM (Master of Information Management) ritgerðarinnar minnar við Háskólann í Brighton. Ég skrifaði um viðmótsprófanir á vefsetrum fjögurra háskóla á Íslandi, HÍ, HR, Kennó og HA. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart - vefur HR stóð uppúr. Vefsetrin hafa öll við mismunandi vandamál að eiga en stærst voru notkun s.k. terminology sem er þýtt í Orðabankanum sem fagorð eða íðorð, ósamræmi í útliti og leiðarkerfi, misræmi í upplýsingagjöf, notkun ramma og hvað þá notkun ramma innan ramma sem er agalegt.
Ég verð að viðurkenna að nytsemisfræði (usability) Jakob Nielsen heilla mig nokkuð þótt ég sé ekki alveg heilaþvegin - játa fúslega að hann gengur of langt á stundum. Það var alveg frábært að fá að sjá hann og heyra á Online ráðstefnunni í London í vetur. Hvað þá Louis Rosenfeld sem skrifaði (ásamt Peter Morville) Information Architecture for the World Wide Web. Sakar ekki að hann er eitthvað fyrir augað líka - kannski var það bara því hann minnti mig á Nonna :o)

No comments: