31 May 2006

Metadata - lýsigögn

Á meðan maður heyrir með öðru eyranu hversu óþarft sé að skrá lýsigögn á vefsíðuna sína eru aðrir sem segja, aðeins meira sannfærandi, að það sé alveg nauðsynlegt og ýmsar ástæður sem liggi að baki. Malcolm Moffat leggur áherslu á alla portalana, leitarvélarnar og efnisvakana sem tína upp lýsigögnin okkar til að gera vefsíðurnar okkar aðgengilegri.

Malcolm Moffat skrifar á netinu: Marketing' with Metadata - How Metadata Can Increase Exposure and Visibility of Online Content Útgáfa 1.0 er frá mars 2006.

Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður hvar.is hefur verið virkur talsmaður lýsigagna, haldið námskeið og skrifað greinar. Hann hélt til dæmis námskeið í Þjóðarbókhlöðu 21. febrúar 2006 sem var vel sótt. http://www.hi.is/~sveinn/lysigagnakennsla.htm

23 May 2006

Aðgengismál - fróðleiksþorstinn

Var að leita að námskeiðum um aðgengismál og fann ýmislegt með hjálp góðra manna og kvenna:

Headstar Events - halda árlega e-Access ráðstefnu http://www.headstar-events.com/
City University London - allstkonar erindi http://www.city.ac.uk/whatson/diary.html
Usability Week - hin klassíska með Jakob Nielsen http://www.nngroup.com/events/london/agenda.html
UsabilityNews.com - Ýmislegt í gangi hér http://www.usabilitynews.com/default.asp?c=3
WebCredible - Usability, accessibility, css og fleira http://www.webcredible.co.uk/services/training.shtml - á leið þangað í júní og rapporta um það þegar ég kem heim :o)

18 May 2006

Vottun um aðgengi fyrir fatlaða

Að fylgja vef í vottun á aðgengi fyrir fatlaða er eitt af þeim verkum sem ég er hvað stoltust af - kinnroðalaust. Ég er viss um að það er tvennt sem hefur orðið til þess að ég hef lagt svo mikla áherslu á aðgengismálum á vefnum. Annað er það að ég átti heyrnardaufa vinkonu þegar ég var stelpa í Garðabænum og svo hitt að þegar ég var í bókasafnsfræðinni tók ég kúrs hjá henni Helgu Ólafs á Blindrabókasafninu um þjónustu bókasafna við fatlaða. Lét eins og smástelpa í tímum en drakk í mig allan þann fróðleik sem hún hafði að miðla.

Sjá ehf. www.sja.is
WAI www.w3.org/wai
Aðgengireglur W3C - Útdrættir á íslensku um helstu reglurnar