Á meðan maður heyrir með öðru eyranu hversu óþarft sé að skrá lýsigögn á vefsíðuna sína eru aðrir sem segja, aðeins meira sannfærandi, að það sé alveg nauðsynlegt og ýmsar ástæður sem liggi að baki. Malcolm Moffat leggur áherslu á alla portalana, leitarvélarnar og efnisvakana sem tína upp lýsigögnin okkar til að gera vefsíðurnar okkar aðgengilegri.
Malcolm Moffat skrifar á netinu: Marketing' with Metadata - How Metadata Can Increase Exposure and Visibility of Online Content Útgáfa 1.0 er frá mars 2006.
Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður hvar.is hefur verið virkur talsmaður lýsigagna, haldið námskeið og skrifað greinar. Hann hélt til dæmis námskeið í Þjóðarbókhlöðu 21. febrúar 2006 sem var vel sótt. http://www.hi.is/~sveinn/lysigagnakennsla.htm
No comments:
Post a Comment