Sameinuðu þjóðirnar létu nýverið vinna úttekt á 100 vefsetrum víða um heim og kom í ljós að 97 þeirra voru alveg óaðgengilegar fyrir fatlaða notendur. Heil 73% þessara vefsetra notuðu Java Script í leiðarkerfi sín sem gerði notendum sem nota það ekki ókleift að komast innar í vefinn en á forsíðu. Þetta eru 10% allra notenda Internetsins!
Vefsetrin sem skoðuð voru voru leiðandi á sínu sviði í 20 löndum: flugfélög, bankar, smásöluverslanir, fjölmiðlar og stjórnvöld. Þau þrjú vefsetur sem uppfylltu lágmarkskröfur voru vefir forsætisráðherra Bretlands, kanslara Þýskalands og vefur spænskra stjórnvalda.
Fjórðungur þeirra sem úttektin náði til gætu auðveldlega uppfyllt lágmarkskröfur WCAG 1.0 með litlum tilkostnaði.
Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar og var unnin af fyrirtæki sem nefnist Nomensa.
1 comment:
it is interesting a website, I will go back there
Post a Comment