16 April 2007

Ritun efnis á vef - tölustafir eða bókstafir?

Hvort er meira grípandi:

Heildarveltan var eitthundrað milljónir króna

Heildarveltan var 100 milljónir króna

Jakob Nielsen segir rannsóknir sínar á lesvenjum notenda á vefnum benda til þess að sú síðari henti betur. Flestir notendur skima texta og grípa þá frekar tölulegar staðreyndir þegar þær eru ritaðar með tölustöfum en þegar þær eru í bókstöfum. Auðvitað er alltaf gott að gæta meðalhófs og á ekki alltaf við að nota tölustafi.

Jakob Nielsen byggir þessa niðurstöðu sína á rannsókn þar sem hann beitti svokallaðri "eye-tracking" aðferð. Þessi aðferð er ekki ný af nálinni og hefur hann notað hana í tíu ár. (Hér er t.d. talan 10 ekki svo merkileg að mér finnist ég þurfa að nota tölustafi). Ég sá þessa aðferð "in action" á ráðstefnunni Markaðssetning á Netinu - RIMC í nóvember. Notandinn fókusar á punkt í ákveðnu tæki svo hægt sé að taka mið af því hvert hann horfir og svo er auganu fylgt á meðan hann skoðar ákveðnar vefsíður jafnvel í þeim tilgangi að leysa ákveðið verkefni. Mjög spennandi aðferð.


Show Numbers as Numerals When Writing for Online Readers
Eyetracking Research
Writing for the Web: A Primer for Librarians

12 April 2007

Blogg barna og unglinga

Gættu að hvað þú gerir á netinu
Sonur systur minnar er á tólfta ári og hann langar að eignast bloggsíðu. Systir mín bloggar ekki og vissi ekki alveg hvernig hún ætti að snúa sér í þessu. Hún er heppin - hún var þó spurð!






Fjöldi barna bloggar án þess að foreldrar þeirra viti og fæst barnanna hafa fengið tilsögn hvað varðar hegðun í bloggheimum. Hvað geta foreldrar gert? Við getum kennt börnum okkar netorðin fimm sem eru afrakstur SAFT verkefnisins sem Heimili og skóli stóðu fyrir 2004-2006.












  • Allt sem þú segir á netinu endurspeglar hver þú ert



  • Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig



  • Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er



  • Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið - alltaf!



  • Þú berð ábyrgð á því hvað sú segir og gerir á netinu



Það má einnig benda þeim á að lesa gátlistann á SAFT vefnum.




Það er geysilega mikilvægt að foreldrar fylgist með og lesi blogg barna sinna reglulega. Þannig komst ég t.d. að því síðasta sumar að yngri dóttir mín skrifaði á bloggið sitt að við værum á leið til Danmerkur í tvær vikur. Ég útskýrði fyrir henni að með því að lesa ýmsar upplýsingar sem hún lét uppi í blogginu sínu var hægt að sjá hvar hún ætti heima og þannig gætu þjófar séð að húsið okkar yrði ágæt bráð þessar tvær vikur. Við fjarlægðum í sameiningu þessa færslu úr blogginu hennar.




Bloglines eða aðrar RSS þjónustur eru handhægar til að fylgjast með bloggum barnanna ef boðið er uppá RSS - annars verðum við bara að vera dugleg að heimsækja bloggið þeirra reglulega.




p.s. Þessi sama systir mín varð amma í dag! Til hamingju Linda amma og auðvitað Lísa Rún og Bjartmar með soninn :o)