- Allt sem þú segir á netinu endurspeglar hver þú ert
- Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
- Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
- Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið - alltaf!
- Þú berð ábyrgð á því hvað sú segir og gerir á netinu
Það má einnig benda þeim á að lesa gátlistann á SAFT vefnum.
Það er geysilega mikilvægt að foreldrar fylgist með og lesi blogg barna sinna reglulega. Þannig komst ég t.d. að því síðasta sumar að yngri dóttir mín skrifaði á bloggið sitt að við værum á leið til Danmerkur í tvær vikur. Ég útskýrði fyrir henni að með því að lesa ýmsar upplýsingar sem hún lét uppi í blogginu sínu var hægt að sjá hvar hún ætti heima og þannig gætu þjófar séð að húsið okkar yrði ágæt bráð þessar tvær vikur. Við fjarlægðum í sameiningu þessa færslu úr blogginu hennar.
Bloglines eða aðrar RSS þjónustur eru handhægar til að fylgjast með bloggum barnanna ef boðið er uppá RSS - annars verðum við bara að vera dugleg að heimsækja bloggið þeirra reglulega.
p.s. Þessi sama systir mín varð amma í dag! Til hamingju Linda amma og auðvitað Lísa Rún og Bjartmar með soninn :o)
1 comment:
Frábærir og þarfir punktar hjá þér!
..og til lukku með frændann, ömmusystir ;)
Post a Comment