Ég er svo heppin að eiga prjónastokk sem afi minn skar út. Ég erfði hann eftir mömmu og stafirnir hennar eru skornir út í lokið KM = Kristín Magnúsdóttir. Mér þykir ofsalega vænt um þennan stokk. Það fyndna er að þegar ég eignaðist hann hafði ég minna en engan áhuga á prjónaskap. Það voru nokkrir bambusprjónar í stokknum og ég nota þá mikið. Hann er auðvitað fulllur núna ;o)
Vettlingarnir eru úr léttlopa. Prjónaðir eftir uppskrift úr uppáhaldsvettlingabókinni minni Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Nú þarf ég bara að eignast Sokkar og fleira og drífa í að prjóna fyrstu sokkana síðan í barnaskóla....