15 May 2011

Prjónastokkurinn


Ég er svo heppin að eiga prjónastokk sem afi minn skar út. Ég erfði hann eftir mömmu og stafirnir hennar eru skornir út í lokið KM = Kristín Magnúsdóttir. Mér þykir ofsalega vænt um þennan stokk. Það fyndna er að þegar ég eignaðist hann hafði ég minna en engan áhuga á prjónaskap. Það voru nokkrir bambusprjónar í stokknum og ég nota þá mikið. Hann er auðvitað fulllur núna ;o)

Vettlingarnir eru úr léttlopa. Prjónaðir eftir uppskrift úr uppáhaldsvettlingabókinni minni Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Nú þarf ég bara að eignast Sokkar og fleira og drífa í að prjóna fyrstu sokkana síðan í barnaskóla....

16 April 2011

Um sokka og kjarkleysi

Mig langar svo að prjóna sokka. Keypti garnið fyrir mörgum möööörgum mánuðum síðan en hef ekki komið mér að verki. Vantar uppskrift, kann ekki að prjóna hæl, og svo fram eftir götunum. Ég er auðvitað sérfræðingur í að finna upp afsakanir fyrir það sem ég nenni ekki að gera en hér vantar mig hjáááálp.
Garnið er ofsalega fallegt
.

13 April 2011

Vettlingaæði

Var loksins að klára þessa flottu stráka vettlinga. Uppskriftin er úr Hlýjar hendur en ég tók stelpurnar út úr mynstrinu því þessir eru fyrir strákinn. Garnið er hræódýrt og gott úr Europris og túrkis liturinn er yndislegur.
Myndin er reyndar tekin í fyrrasumar - þá gerði ég tvo vettlinga með smá millibili og lenti í því að annar varð stærri en hinn - þannig fóru þeir í salt þar sem túrkisgarnið var búið (notaði það auðvitað í kósýsokka líka því það er svo fallegt). Keypti svo loksins meira núna um daginn og náði að prjóna rétta stærð á móti öðrum. Nú er bara að prjóna rétta stærð á móti hinum :o)

18 February 2011

Prjónabækur

Var að fá hvorki fleiri né færri en FJÓRAR prjónabækur frá Amazon :o) Alveg jólin í febrúar bara.



The Essential Guide to Colour Knitting - eftir Margaret Radcliffe (útg. ágúst 2009)
Mastering Colour Knitting - Glæný bók eftir Melissa Leapman (útg. jan. 2011)
The Knitter's Companion - eftir Vicky Square (útg. 2006 af Interweave)
60 Quick Knits in Cascade - vettlingar, treflar og húfur og stórsniðugar barnauppskriftir (útg. 2010)

17 February 2011

Kúvending

Langar að prófa að nota gamla bloggið mitt fyrir áhugamálið sem ég var svo heppin að finna fyrir rúmu ári síðan - okt. 2009 :o) Nú prjónar konan eins og vindurinn og er jafnvel farin að hekla aðeins líka!
Ég er búin að kaupa dálítið af bókum og langar að skrifa um þær líka. Og garnið - allt garnið maður!
Sjáum til - ætla að bæta meira inn hér um helgina sem er framundan