Var loksins að klára þessa flottu stráka vettlinga. Uppskriftin er úr Hlýjar hendur en ég tók stelpurnar út úr mynstrinu því þessir eru fyrir strákinn. Garnið er hræódýrt og gott úr Europris og túrkis liturinn er yndislegur.
Myndin er reyndar tekin í fyrrasumar - þá gerði ég tvo vettlinga með smá millibili og lenti í því að annar varð stærri en hinn - þannig fóru þeir í salt þar sem túrkisgarnið var búið (notaði það auðvitað í kósýsokka líka því það er svo fallegt). Keypti svo loksins meira núna um daginn og náði að prjóna rétta stærð á móti öðrum. Nú er bara að prjóna rétta stærð á móti hinum :o)
No comments:
Post a Comment