Las í dag góða dóma um bókina hennar Anne Clyde: "Weblogs and libraries" m.a. eftir Phil Bradley í Free Pint og Roddy MacLeod í Internet Resources Newsletter þar sem segir m.a. "Weblogs and libraries is essential reading for those in the library and information world who seek or use online information. Bravo to Chandos for publishing this book, and to Laurel Clyde for writing such a helpful work." Bókin er t.d. til á Amazon. Ég hlakka til að lesa þessa bók en fyrirlestrar Anne á Online ráðstefnunni í London nú um síðustu mánaðarmót nóv/des var mjög upplýsandi um blogg. Hún fjallaði þar bæði um blogg í bókasöfnum og fyrirtækjum (enterprise eða corporate blogging).
Til hvers ættu bókasöfn að blogga? Til þess að upplýsa viðskiptavini sína um nýjungar í þjónustunni, nýútkomnar bækur sem skráðar hafa verið á safnið, uppákomur og annað slíkt. Sölupunktar eru t.d. markaðssetning, samskipti, dreifileið þjónustu til viðskiptavina og fréttabréf.
Ég sé blogg nýtast fyrirtækjum m.a. sem tól í verkefnastjórnun, sérstaklega þá á innri vefjum fyrirtækja. Sérstakur kafli um blogg þyrfti þá að vera í upplýsingastefnu fyrirtækisins þar sem tæpt væri meðal annars á siðareglum, bloggi starfsmanna utan fyrirtækisins og þess háttar.
No comments:
Post a Comment