26 November 2007

Gerðu góðverk - gefðu grjón



FreeRice
Þetta er alveg stórsniðugt verkefni - þú bætir við orðaforðann í enskunni og gefur hrísgrjón í leiðinni. Þú færð orð á skjáinn og velur samheiti þess úr fjórum möguleikum. Fyrir hvert orð sem þú nærð réttu gefa nokkur fyrirtæki 10 hrísgrjón sem Sameinuðu þjóðirnar sjá um að innheimta og færa hungruðum heimi - World Population Foundation.
Þann 20. nóvember höfðu þegar safnast tvær og hálf billjón grjóna sem nægja til að fæða 125.000 manns. Verkefnið FreeRice var sett af stað að kvöldi þakkargjörðardags bandaríkjamanna 20. október síðast liðinn. Verkefnið fjármagna fyrirtækin sem auglýsa á vefnum. Bættu við orðaforðann og gefðu grjón fyrir jólin.

2 comments:

Ásta Beck said...

Þetta er sniðugt. Enn skemmtilegra að sjá þig blogga aftur :) Sjáumst ekki síðar en á mánudaginn !!

Kristín Ósk said...

Takk krúttið mitt. Jáhá á mánudaginn - Online Information here we come!