Online information ráðstefnan er árlegur viðburður í London. Í ár er hún haldin 4-6 desember. Ég hef verið svo heppin að komast þangað tvisvar, 2004 og 2005 og hlusta á gúrúa eins og Jakob Nielsen, Phil Bradley, Peter Morville og Louis Rosenfeld sem skrifuðu bókina Information Architecture for the World Wide Web. 2005 sá ég líka Jimmy Wales sem stofnaði Wikipedia og hann verður núna með inngangserindi á ráðstefnunni.
Ráðstefnan nú í desember mun mest snúast um Web 2.0, samfélagið á netinu (Social Networks) og rannsóknir tengdar leitartækni. Fyrir hádegi á miðvikudeginum 5. des. verður fjallað um samspil Intranets og Web 2.0. Hljómar spennandi. Í tengslum við ráðstefnuna er gríðarstór sýning og á henni eru fjölmargir ókeypis fyrirlestrar.
No comments:
Post a Comment