Jáhá, þá liggur þetta fyrir. Fasteignamat ríkisins skorar 100% hvað aðgengi varðar í könnun forsætisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á opinberum vefjum nú í haust. Sjá framkvæmdi þessa könnun nú eins og 2005 og þá skoraði FMR 0% í aðgengi. Drifið var í því þá að fá heildarúttekt á vefnum og keyrt í vottun um forgang 2 - fyrst allra ríkisstofnanna. Þjónustuliður vefsins situr enn á hakanum. En hvernig borðar maður fíl....
RÚV skorar hærra en FMR hvað þjónustu varðar eða 75% á móti 50%. Ég er mjög ánægð að sjá það því að öðru leyti skorar sá vefur því miður ekki hátt. Aðgengiseinkunn uppá aðeins 30% er ekkert til að monta sig af. Því miður. Ég veit fyrir víst að ekki skortir metnaðinn hjá RÚV. Þar hefur verið komið á fót vefráði og ýmislegt spennandi framundan.
Í heildina hefur aðgengi að opinberum vefjum aukist um 20% milli þessara tveggja ára eða úr 21% í 41%. Meiri áhersla hefur greinilega verið lögð á að bæta aðgengið þar sem nytsemi eykst um 6% og innihald batnar aðeins um 1%. Rafræn þjónusta hefur tekið stakkaskiptum á vefnum. Rafræn afgreiðsla er nú á 19% opinberra vefja - var einungis á 3% þeirra.
Sjá skýrsluna í heild sinni og í hlutum.
(ps. já, ég er fyrrverandi vefstjóri FMR en ekki núverandi vefstjóri RÚV heldur safnastjóri)
When you share your thoughts you don´t have to carry them alone
18 December 2007
01 December 2007
Online Information ráðstefnan
Online information ráðstefnan er árlegur viðburður í London. Í ár er hún haldin 4-6 desember. Ég hef verið svo heppin að komast þangað tvisvar, 2004 og 2005 og hlusta á gúrúa eins og Jakob Nielsen, Phil Bradley, Peter Morville og Louis Rosenfeld sem skrifuðu bókina Information Architecture for the World Wide Web. 2005 sá ég líka Jimmy Wales sem stofnaði Wikipedia og hann verður núna með inngangserindi á ráðstefnunni.
Ráðstefnan nú í desember mun mest snúast um Web 2.0, samfélagið á netinu (Social Networks) og rannsóknir tengdar leitartækni. Fyrir hádegi á miðvikudeginum 5. des. verður fjallað um samspil Intranets og Web 2.0. Hljómar spennandi. Í tengslum við ráðstefnuna er gríðarstór sýning og á henni eru fjölmargir ókeypis fyrirlestrar.
Ráðstefnan nú í desember mun mest snúast um Web 2.0, samfélagið á netinu (Social Networks) og rannsóknir tengdar leitartækni. Fyrir hádegi á miðvikudeginum 5. des. verður fjallað um samspil Intranets og Web 2.0. Hljómar spennandi. Í tengslum við ráðstefnuna er gríðarstór sýning og á henni eru fjölmargir ókeypis fyrirlestrar.
Subscribe to:
Posts (Atom)