Jáhá, þá liggur þetta fyrir. Fasteignamat ríkisins skorar 100% hvað aðgengi varðar í könnun forsætisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á opinberum vefjum nú í haust. Sjá framkvæmdi þessa könnun nú eins og 2005 og þá skoraði FMR 0% í aðgengi. Drifið var í því þá að fá heildarúttekt á vefnum og keyrt í vottun um forgang 2 - fyrst allra ríkisstofnanna. Þjónustuliður vefsins situr enn á hakanum. En hvernig borðar maður fíl....
RÚV skorar hærra en FMR hvað þjónustu varðar eða 75% á móti 50%. Ég er mjög ánægð að sjá það því að öðru leyti skorar sá vefur því miður ekki hátt. Aðgengiseinkunn uppá aðeins 30% er ekkert til að monta sig af. Því miður. Ég veit fyrir víst að ekki skortir metnaðinn hjá RÚV. Þar hefur verið komið á fót vefráði og ýmislegt spennandi framundan.
Í heildina hefur aðgengi að opinberum vefjum aukist um 20% milli þessara tveggja ára eða úr 21% í 41%. Meiri áhersla hefur greinilega verið lögð á að bæta aðgengið þar sem nytsemi eykst um 6% og innihald batnar aðeins um 1%. Rafræn þjónusta hefur tekið stakkaskiptum á vefnum. Rafræn afgreiðsla er nú á 19% opinberra vefja - var einungis á 3% þeirra.
Sjá skýrsluna í heild sinni og í hlutum.
(ps. já, ég er fyrrverandi vefstjóri FMR en ekki núverandi vefstjóri RÚV heldur safnastjóri)
2 comments:
Hún er á lífi...Til hamingu með niðurstöðuna af þessu vefmáli..mátt vera stolt
Takk elskan - sakna þín :o*
Post a Comment