29 September 2006

Vefráðstefna um hlutverk vefstjórans

Þetta var hin sæmilegasta ráðstefna í gær - Sátt og samstarf hjá SKÝ. Gaman að sjá bæði bókasafnsfræðinga og bókasafnsfræðinema þar :o)

Fókusinn var hlutverk vefstjórans, verkefnistjórn og mælingar á árangri.

Tækni

- við lítum á hana í dag sem skapandi verkfæri en ekki lengur eingöngu sem samskiptatól

Einstaklingshyggja
- fóllk vill láta koma fram við sig sem einstaklinga þótt það þrífist í samfélögum á netinu. Vill t.a.m. finna sjálft það sem það leitar að - leit og leiðarkerfi kýrskýrt. Simmi hjá Icelandair líkti vefnum við bar - fólk vill annað hvort stutt kynni eða stofna til langtímasambands

Vefurinn:
- valdi ekki valkvíða - ekki of mikið í boði
- sé persónulegur - tali við mig
- sendi mig ekki á villigötur - í botnlanga

Rætt var um:
- þörf þess að mennta vefstjóra sérstaklega - ekkert sérhæft nám í boði í dag - skorað á skólana
- of litla áherslu á vefmál í fyrirtækjum og stofnunum og þar með hættuna á að vefstjórar brenni út
- of mikið álag og of lítill tími fyrir vefmálin (28% stofnana eru með sérstakan starfsmann í vefmálum og þótti það sjokkerandi tala (Sjá skýrsluna: Hvað er spunnið í opinbera vefi?))
- mikilvægi þess að allir átti sig á að þetta er stærðarinnar fjárfesting sem við höldum utan um og þarf því að gera allt vel

Vefstjórinn má taka sig saman í andlitinu
- Meiri agi - Meiri forvinna og skipulagning í stórum sem smáum verkefnum
- Meiri mælingar til að mæla ROI
- Þarf að þekkja tæknilega umhverfið vel

Vandamálin hjá IT birgjunum
- Segja ekki alltaf satt um stöðuna - taka á sig of mörg verkefni og segja mögulegt að gera hlut
- Þurfa að gera meiri kröfur til okkar um forvinnu

Í vefmál þarf:
- textasmið
- ritstjóra
- markaraðsmann
- tæknigúru
- sérfræðing í innri ferlum
- árangursmatsmann
- sölumann
- einhvern sem skilur notendur
- þróunarstjóra
- hugsjónamann með framtíðarsýn
- einhvern sem safnar hugmyndum frá samstarfsfólki
- einhvern sem hefur góðan aðgang að stjórnendum
- eftirlitsmann
- gagnrýnanda

Þessi síðasta upptalning er af glærum Áslaugar hjá Sjá.

27 September 2006

Vefumsjónarkerfi

Það skiptir öllu að vera með gott vefumsjónarkerfi. Ég hef skoðað tvö ný kerfi undanfarið, já ný fyrir mér. Ég hef unnið með LiSA frá Innn í um fjögur ár, þar af .net undanfarið ár. Ég sá Soloweb um daginn en það er notað af HÍ og Landsbókasafni. Í dag fékk ég svo að líta í annað sinn á Vyre kerfið sem TM Software selja. Vyre kerfið er portal kerfi og er hægt að nýta portlettur frá öðrum í því. Spennandi kostur.
Er á leið á vefráðstefnu á morgun á vegum SKÝ þar sem umfjöllunarefnið verður meðal annars tilvistarkreppa vefstjóra og verkefnistjórnun. Svo er önnur spennandi ráðstefna í nóvember Reykjavík Internet Marketing Conference & Expo.

25 September 2006

Ættu bókasafnsfræðingar að nota Ask.com í stað Google?

Hvernig er þetta með okkur og Google? Ég neyðist til að viðurkenna að ég hef verið frekar "húkkt" á Google en upp á síðkastið hef ég reyndar æ oftar smellt mér yfir á www.exalead.com þegar Google stendur ekki undir væntingum. Getur oft komið sér vel að sjá snapshot af viðkomandi vefsíðu eins og exalead býður uppá. Librarian In Black ræðir þetta Google æði á blogginu sínu undir titlinum "Ten Reasons Librarians Should Use Ask.com Instead of Google" og dæmi hver fyrir sig.

10 September 2006

Blogger beta, Browzar og Flock

Færði mig yfir í Blogger Beta - hafði þau áhrif að íslenskur texti hægra megin á síðunni leit út eins og óþekkt tákn-tungumál! Ekki mikið mál að laga - sem betur fer hafði þessi flutningur ekki áhrif á textann í færslunum.

Búin að ná mér í Browzar www.browzar.com - einka vafrann sem geymir ekki leitartexta og vefslóðir... Sé mig nota þetta þegar ég leita einhvers sem ég vil ekki að aðrir sem nota sömu tölvu geti séð. Kemur í ljós hvort þessi vafri er ótryggari en aðrir en ég tek áhættuna.

Flock www.flock.com er einnig valkostur sem vert er að skoða betur. Auðveldar meðhöndlun mynda á vefsíðum. Er í Beta 0.7 eins og Blogger. Spennandi að sjá hvað verður.