10 September 2006

Blogger beta, Browzar og Flock

Færði mig yfir í Blogger Beta - hafði þau áhrif að íslenskur texti hægra megin á síðunni leit út eins og óþekkt tákn-tungumál! Ekki mikið mál að laga - sem betur fer hafði þessi flutningur ekki áhrif á textann í færslunum.

Búin að ná mér í Browzar www.browzar.com - einka vafrann sem geymir ekki leitartexta og vefslóðir... Sé mig nota þetta þegar ég leita einhvers sem ég vil ekki að aðrir sem nota sömu tölvu geti séð. Kemur í ljós hvort þessi vafri er ótryggari en aðrir en ég tek áhættuna.

Flock www.flock.com er einnig valkostur sem vert er að skoða betur. Auðveldar meðhöndlun mynda á vefsíðum. Er í Beta 0.7 eins og Blogger. Spennandi að sjá hvað verður.

No comments: