27 September 2006

Vefumsjónarkerfi

Það skiptir öllu að vera með gott vefumsjónarkerfi. Ég hef skoðað tvö ný kerfi undanfarið, já ný fyrir mér. Ég hef unnið með LiSA frá Innn í um fjögur ár, þar af .net undanfarið ár. Ég sá Soloweb um daginn en það er notað af HÍ og Landsbókasafni. Í dag fékk ég svo að líta í annað sinn á Vyre kerfið sem TM Software selja. Vyre kerfið er portal kerfi og er hægt að nýta portlettur frá öðrum í því. Spennandi kostur.
Er á leið á vefráðstefnu á morgun á vegum SKÝ þar sem umfjöllunarefnið verður meðal annars tilvistarkreppa vefstjóra og verkefnistjórnun. Svo er önnur spennandi ráðstefna í nóvember Reykjavík Internet Marketing Conference & Expo.

No comments: