When you share your thoughts you don´t have to carry them alone
18 December 2007
Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007
RÚV skorar hærra en FMR hvað þjónustu varðar eða 75% á móti 50%. Ég er mjög ánægð að sjá það því að öðru leyti skorar sá vefur því miður ekki hátt. Aðgengiseinkunn uppá aðeins 30% er ekkert til að monta sig af. Því miður. Ég veit fyrir víst að ekki skortir metnaðinn hjá RÚV. Þar hefur verið komið á fót vefráði og ýmislegt spennandi framundan.
Í heildina hefur aðgengi að opinberum vefjum aukist um 20% milli þessara tveggja ára eða úr 21% í 41%. Meiri áhersla hefur greinilega verið lögð á að bæta aðgengið þar sem nytsemi eykst um 6% og innihald batnar aðeins um 1%. Rafræn þjónusta hefur tekið stakkaskiptum á vefnum. Rafræn afgreiðsla er nú á 19% opinberra vefja - var einungis á 3% þeirra.
Sjá skýrsluna í heild sinni og í hlutum.
(ps. já, ég er fyrrverandi vefstjóri FMR en ekki núverandi vefstjóri RÚV heldur safnastjóri)
01 December 2007
Online Information ráðstefnan
Ráðstefnan nú í desember mun mest snúast um Web 2.0, samfélagið á netinu (Social Networks) og rannsóknir tengdar leitartækni. Fyrir hádegi á miðvikudeginum 5. des. verður fjallað um samspil Intranets og Web 2.0. Hljómar spennandi. Í tengslum við ráðstefnuna er gríðarstór sýning og á henni eru fjölmargir ókeypis fyrirlestrar.
26 November 2007
Gerðu góðverk - gefðu grjón
FreeRiceÞetta er alveg stórsniðugt verkefni - þú bætir við orðaforðann í enskunni og gefur hrísgrjón í leiðinni. Þú færð orð á skjáinn og velur samheiti þess úr fjórum möguleikum. Fyrir hvert orð sem þú nærð réttu gefa nokkur fyrirtæki 10 hrísgrjón sem Sameinuðu þjóðirnar sjá um að innheimta og færa hungruðum heimi - World Population Foundation.
Þann 20. nóvember höfðu þegar safnast tvær og hálf billjón grjóna sem nægja til að fæða 125.000 manns. Verkefnið FreeRice var sett af stað að kvöldi þakkargjörðardags bandaríkjamanna 20. október síðast liðinn. Verkefnið fjármagna fyrirtækin sem auglýsa á vefnum. Bættu við orðaforðann og gefðu grjón fyrir jólin.
16 April 2007
Ritun efnis á vef - tölustafir eða bókstafir?
Heildarveltan var eitthundrað milljónir króna
Heildarveltan var 100 milljónir króna
Jakob Nielsen segir rannsóknir sínar á lesvenjum notenda á vefnum benda til þess að sú síðari henti betur. Flestir notendur skima texta og grípa þá frekar tölulegar staðreyndir þegar þær eru ritaðar með tölustöfum en þegar þær eru í bókstöfum. Auðvitað er alltaf gott að gæta meðalhófs og á ekki alltaf við að nota tölustafi.
Jakob Nielsen byggir þessa niðurstöðu sína á rannsókn þar sem hann beitti svokallaðri "eye-tracking" aðferð. Þessi aðferð er ekki ný af nálinni og hefur hann notað hana í tíu ár. (Hér er t.d. talan 10 ekki svo merkileg að mér finnist ég þurfa að nota tölustafi). Ég sá þessa aðferð "in action" á ráðstefnunni Markaðssetning á Netinu - RIMC í nóvember. Notandinn fókusar á punkt í ákveðnu tæki svo hægt sé að taka mið af því hvert hann horfir og svo er auganu fylgt á meðan hann skoðar ákveðnar vefsíður jafnvel í þeim tilgangi að leysa ákveðið verkefni. Mjög spennandi aðferð.
Show Numbers as Numerals When Writing for Online Readers
Eyetracking Research
Writing for the Web: A Primer for Librarians
12 April 2007
Blogg barna og unglinga
- Allt sem þú segir á netinu endurspeglar hver þú ert
- Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
- Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
- Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið - alltaf!
- Þú berð ábyrgð á því hvað sú segir og gerir á netinu
Það má einnig benda þeim á að lesa gátlistann á SAFT vefnum.
Það er geysilega mikilvægt að foreldrar fylgist með og lesi blogg barna sinna reglulega. Þannig komst ég t.d. að því síðasta sumar að yngri dóttir mín skrifaði á bloggið sitt að við værum á leið til Danmerkur í tvær vikur. Ég útskýrði fyrir henni að með því að lesa ýmsar upplýsingar sem hún lét uppi í blogginu sínu var hægt að sjá hvar hún ætti heima og þannig gætu þjófar séð að húsið okkar yrði ágæt bráð þessar tvær vikur. Við fjarlægðum í sameiningu þessa færslu úr blogginu hennar.
Bloglines eða aðrar RSS þjónustur eru handhægar til að fylgjast með bloggum barnanna ef boðið er uppá RSS - annars verðum við bara að vera dugleg að heimsækja bloggið þeirra reglulega.
p.s. Þessi sama systir mín varð amma í dag! Til hamingju Linda amma og auðvitað Lísa Rún og Bjartmar með soninn :o)
07 March 2007
Wikipedia og áreiðanleiki upplýsinga
Nú hefur verið bætt við greinina athugasemdum ritstjóra (editor's note) þar sem fram kemur að þegar viðtalið var tekið vissu hvorki blaðakonan og Pulitzer verðlaunahafinn Stacy Schiff hjá The New Yorker, né umsjónarmenn Wikipedia hver Essjay raunverulega var. Hann hefur nú verið rekinn úr Wikipedia samfélaginu."One regular on the site is a user known as Essjay, who holds a Ph.D. in theology and a degree in canon law and has written or contributed to sixteen thousand entries. A tenured professor of religion at a private university, Essjay made his first edit in February, 2005. " (Heimild: The New Yorker)
Áfallið fyrir Jimmy Wales hlýtur að vera þó nokkuð þótt hann viðurkenni seint óáreiðanleika Wikipedia:
"I don't think this incident exposes any inherent weakness in Wikipedia, but it does expose a weakness that we will be working to address," (Heimild: Wikipedia)
Sett hefur verið af stað sérstakt átak í að sannreyna tilvist og menntun höfunda efnis á Wikipedia.
Aldrei, aldrei ALDREI vísa í Wikipedia sem heimild. Þá getur þú alveg eins vísað í Uncyclopedia Wiki.