20 October 2006

Blogg - topp tíu mistök í viðmóti - seinni fimm

Jakob Nielsen telur það galla ef (6) skipulag bloggsins er eingöngu falið í dagatalinu. Hann leggur áherslu á að bloggarar lykli bloggin sín. Ég er nýbyrjuð á því að velja "labels" hér á Blogger. Man ekki hvort það var í venjulegu Blogger útgáfunni - er með Google aðganginn núna.

(7) Heppilegast er að blogga reglulega svo lesendur þínir viti hvenær þeir megi búast við næstu færslu. Daglegar færslur eru bestar en auðvitað hafa ekki allir tíma eða hreinlega nógu margt spennandi að segja til að geta ritað svo oft. Svo eru aðrir sem blogga oft á dag - eins og Phil Bradley.

(8) Haltu þig við eitt umræðuefni. Hugsaðu um markhópinn þinn og haltu þig við efnið. Þá eru meiri líkur á að þú haldir í lesendahópinn þinn. "Specialized sites rule the Web" segir Jakob Nielsen.

(9) Ekki gleyma því að allir geta lesið bloggið þitt, þar á meðal framtíðar yfirmaður þinn - eða núverandi yfirmaður þinn. Er það sem þú skrifar hæft til birtingar fyrir alþjóð? Ef ekki ættir þú kannski að loka blogginu þínu og veita fáum útvöldum aðgang.

Og loks er það regla sem ég verð að viðurkenna að ég brýt en það er (10) að hafa vefslóð sem tilheyrir þjónustuaðila bloggsins - blogspot dæmið. Ég hef verið að íhuga að kaupa mér eigið lén - þá er það spurningin hverjum er treystandi og hvaða heiti á vefslóðina er nógu grípandi til þess að fólk muni það. kristinosk.net - veit ekki.

No comments: