Jakob Nielsen hefur uppfært lista sinn yfir topp tíu mistök í vefsíðugerð. Í fyrra birti hann lista yfir topp tíu mistökin í viðmóti blogga. Ég ákvað að lesa yfir listann og sjá hvort ég væri að gera eitthvað af þessum mistökum. Tek þessi fyrstu fimm í þessari lotu.
Jú, strax fyrstu tvö á listanum eiga við mig: (1) engar upplýsingar um höfundinn og (2) engin mynd af höfundi. Ég er reyndar varla komin "út úr skápnum" með þetta blogg enn en það er kominn tími á þetta. Það er rétt að það er nauðsynlegt að geta sannreint hvaða snillingur þetta er sem er að tjá sig. Hefur hann reynslu, þekkingu?
Ég reyni eftir mætti að uppfylla skilyrði (3) og hafa titlana lýsandi á færslunum. Það skiptir miklu máli sérstaklega varðandi sendingu færsla í efnisveitur síðar meir. Þú velur hvort þú vilt lesa meira eftir titli færslu og fyrstu línunum sem þú sérð. Þessi týpíska lestrarhefð á vefnum.
Svo er það (4) hvort heiti tengla sé lýsandi? Jú það held ég nú. Title merkið (tag) í kóða fyrir tengil (A hre...) getur komið að miklu gagni - svo maður tali nú ekki um fyrir skjálesarana.
(5) Ef það falla einhver gullkorn má ekki gleyma að tengja í þau. Taka þau til hliðar og merkja sérstaklega. Já, hvað veit maður nema maður segi eitthvað merkilegt :o)
No comments:
Post a Comment