26 October 2006

Orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði

Nemendur mínir í Internetinu í bókasafns- og upplýsingafræði hafa rætt um hversu mjög skortir gott og nýtt orðasafn í fræðinni. Þau dóu ekki ráðalaus og drifu tveir nemendanna í því að stofna orðasafn á Wikibooks og er ég að rifna úr monti yfir þessu framtaki þeirra. Nú þegar er tengill á orðasafnið á vef Landsbókasafns.

Á vegum Félags um skjalastjórn er starfandi orðanefnd sem vinnur að gerð orðasafns fyrir skjalastjórn. Gamalt orðasafn er til á Íslenskri málstöð og mun það verða uppfært. Þar er líka orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði en hefur enginn tekið það uppá sína arma til uppfærslu. Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða væri kjörinn aðili til að annast þetta orðasafn.

3 comments:

Anonymous said...

Vá, ekkert smá frábært framtak :) Snilldar nemendur sem þú ert með.

Andrea said...

Já, við erum nokkuð snjallar :-Þ

Kristín Ósk said...

Frábært framtak hjá ykkur stelpur