When you share your thoughts you don´t have to carry them alone
10 December 2006
Úttekt Sameinuðu þjóðanna á aðgengi vefsíðna = 97% óaðgengilegar
26 November 2006
Stafræna gjáin - tölvur á bókasöfnin
Ég er hæstánægð með staðarvalið - bókasöfnin. Þangað geta allir komið. Kannski verður þetta til þess að stafræna gjáin grynnkar eitthvað. Helstu ástæður þess að fólk notar ekki tölvur er kostnaðurinn við að kaupa þær og kunnáttuleysi. Auðvitað verða þessi bókasöfn að einhverju marki að kenna notendum að nota tölvurnar og hvetja til notkunar þeirra. Það er ekki allt fengið með að setja þær upp og stinga í samband.
31 October 2006
Viðmót - nytsemi - usability
Það er t.d. alveg nauðsynlegt að kíkja á Usability.gov - your guide for developing usable & useful Web sites - Þar er svo til allt sem þú þarft að vita!
30 October 2006
World Usability Day 2006
Sjá ehf., Öryrkjabandalagið og forsætisráðuneytið standa fyrir ráðstefnu í tilefni dagsins sem nefnist: Aðgengi á Netinu: hvar erum við stödd? Vakningin sem orðið hefur síðan skýrslan Hvað er spunnið í opinbera vefi kom út síðastliðið haust er þvílíkt frábær.
Ef þú kemst ekki á ráðstefnuna en langar að fylgjast með því sem gerist úti í heimi þennan dag getur þú fylgst með webcasts í staðinn.
26 October 2006
Orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði
Á vegum Félags um skjalastjórn er starfandi orðanefnd sem vinnur að gerð orðasafns fyrir skjalastjórn. Gamalt orðasafn er til á Íslenskri málstöð og mun það verða uppfært. Þar er líka orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði en hefur enginn tekið það uppá sína arma til uppfærslu. Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða væri kjörinn aðili til að annast þetta orðasafn.
20 October 2006
Blogg - topp tíu mistök í viðmóti - seinni fimm
(7) Heppilegast er að blogga reglulega svo lesendur þínir viti hvenær þeir megi búast við næstu færslu. Daglegar færslur eru bestar en auðvitað hafa ekki allir tíma eða hreinlega nógu margt spennandi að segja til að geta ritað svo oft. Svo eru aðrir sem blogga oft á dag - eins og Phil Bradley.
(8) Haltu þig við eitt umræðuefni. Hugsaðu um markhópinn þinn og haltu þig við efnið. Þá eru meiri líkur á að þú haldir í lesendahópinn þinn. "Specialized sites rule the Web" segir Jakob Nielsen.
(9) Ekki gleyma því að allir geta lesið bloggið þitt, þar á meðal framtíðar yfirmaður þinn - eða núverandi yfirmaður þinn. Er það sem þú skrifar hæft til birtingar fyrir alþjóð? Ef ekki ættir þú kannski að loka blogginu þínu og veita fáum útvöldum aðgang.
Og loks er það regla sem ég verð að viðurkenna að ég brýt en það er (10) að hafa vefslóð sem tilheyrir þjónustuaðila bloggsins - blogspot dæmið. Ég hef verið að íhuga að kaupa mér eigið lén - þá er það spurningin hverjum er treystandi og hvaða heiti á vefslóðina er nógu grípandi til þess að fólk muni það. kristinosk.net - veit ekki.
15 October 2006
Blogg - topp tíu mistök í viðmóti
Jú, strax fyrstu tvö á listanum eiga við mig: (1) engar upplýsingar um höfundinn og (2) engin mynd af höfundi. Ég er reyndar varla komin "út úr skápnum" með þetta blogg enn en það er kominn tími á þetta. Það er rétt að það er nauðsynlegt að geta sannreint hvaða snillingur þetta er sem er að tjá sig. Hefur hann reynslu, þekkingu?
Ég reyni eftir mætti að uppfylla skilyrði (3) og hafa titlana lýsandi á færslunum. Það skiptir miklu máli sérstaklega varðandi sendingu færsla í efnisveitur síðar meir. Þú velur hvort þú vilt lesa meira eftir titli færslu og fyrstu línunum sem þú sérð. Þessi týpíska lestrarhefð á vefnum.
Svo er það (4) hvort heiti tengla sé lýsandi? Jú það held ég nú. Title merkið (tag) í kóða fyrir tengil (A hre...) getur komið að miklu gagni - svo maður tali nú ekki um fyrir skjálesarana.
(5) Ef það falla einhver gullkorn má ekki gleyma að tengja í þau. Taka þau til hliðar og merkja sérstaklega. Já, hvað veit maður nema maður segi eitthvað merkilegt :o)
11 October 2006
Skólasöfnin blogga
Anna Björg í Kópavogsskóla er að ljúka MLIS námi og sagði frá rannsókn sem hún hefur unnið á viðhorfi skólasafnskennara og bekkjakennara til skólasafnsins. Þar virðist viðhorfið stundum vera að skólasafnskennarinn (sem er "þreyttur bekkjakennari") eigi að kenna börnunum góða hegðun! Ekki er nú öll vitleysan eins. Ingibjörg í Flataskóla sagði frá frábæru lestarmaraþoni þar sem sjöundi bekkur fékk að gista á skólasafninu og lesa með vasaljós fram á nótt.
Skólasafnskennarar leggja grunn að upplýsingalæsi barnanna okkar og tek ég ofan fyrir þeim.
Á fundinum heyrði ég í fyrsta sinn af bloggsíðu skólasafna en það er bloggsíðan Skólabókasafnið. Þessari bloggsíðu er haldið úti af starfsmönnum 12 skólasafna í austurborginni. Frábært framtak þar. Og þær vísa yfir á bloggsíðu Húsaskóla sem er líka alveg frábær. Öflug blogg sem eru títt uppfærð.
29 September 2006
Vefráðstefna um hlutverk vefstjórans
Fókusinn var hlutverk vefstjórans, verkefnistjórn og mælingar á árangri.
Tækni
- við lítum á hana í dag sem skapandi verkfæri en ekki lengur eingöngu sem samskiptatól
Einstaklingshyggja
- fóllk vill láta koma fram við sig sem einstaklinga þótt það þrífist í samfélögum á netinu. Vill t.a.m. finna sjálft það sem það leitar að - leit og leiðarkerfi kýrskýrt. Simmi hjá Icelandair líkti vefnum við bar - fólk vill annað hvort stutt kynni eða stofna til langtímasambands
Vefurinn:
- valdi ekki valkvíða - ekki of mikið í boði
- sé persónulegur - tali við mig
- sendi mig ekki á villigötur - í botnlanga
Rætt var um:
- þörf þess að mennta vefstjóra sérstaklega - ekkert sérhæft nám í boði í dag - skorað á skólana
- of litla áherslu á vefmál í fyrirtækjum og stofnunum og þar með hættuna á að vefstjórar brenni út
- of mikið álag og of lítill tími fyrir vefmálin (28% stofnana eru með sérstakan starfsmann í vefmálum og þótti það sjokkerandi tala (Sjá skýrsluna: Hvað er spunnið í opinbera vefi?))
- mikilvægi þess að allir átti sig á að þetta er stærðarinnar fjárfesting sem við höldum utan um og þarf því að gera allt vel
Vefstjórinn má taka sig saman í andlitinu
- Meiri agi - Meiri forvinna og skipulagning í stórum sem smáum verkefnum
- Meiri mælingar til að mæla ROI
- Þarf að þekkja tæknilega umhverfið vel
Vandamálin hjá IT birgjunum
- Segja ekki alltaf satt um stöðuna - taka á sig of mörg verkefni og segja mögulegt að gera hlut
- Þurfa að gera meiri kröfur til okkar um forvinnu
Í vefmál þarf:
- textasmið
- ritstjóra
- markaraðsmann
- tæknigúru
- sérfræðing í innri ferlum
- árangursmatsmann
- sölumann
- einhvern sem skilur notendur
- þróunarstjóra
- hugsjónamann með framtíðarsýn
- einhvern sem safnar hugmyndum frá samstarfsfólki
- einhvern sem hefur góðan aðgang að stjórnendum
- eftirlitsmann
- gagnrýnanda
Þessi síðasta upptalning er af glærum Áslaugar hjá Sjá.
27 September 2006
Vefumsjónarkerfi
Er á leið á vefráðstefnu á morgun á vegum SKÝ þar sem umfjöllunarefnið verður meðal annars tilvistarkreppa vefstjóra og verkefnistjórnun. Svo er önnur spennandi ráðstefna í nóvember Reykjavík Internet Marketing Conference & Expo.
25 September 2006
Ættu bókasafnsfræðingar að nota Ask.com í stað Google?
10 September 2006
Blogger beta, Browzar og Flock
Búin að ná mér í Browzar www.browzar.com - einka vafrann sem geymir ekki leitartexta og vefslóðir... Sé mig nota þetta þegar ég leita einhvers sem ég vil ekki að aðrir sem nota sömu tölvu geti séð. Kemur í ljós hvort þessi vafri er ótryggari en aðrir en ég tek áhættuna.
Flock www.flock.com er einnig valkostur sem vert er að skoða betur. Auðveldar meðhöndlun mynda á vefsíðum. Er í Beta 0.7 eins og Blogger. Spennandi að sjá hvað verður.
06 July 2006
Að meta gæði vefsíðna
Fróðleikur og verkefni til að æfa sig í að meta trúverðugleika og gæði: http://www.vts.intute.ac.uk
23 June 2006
Tólastika til að skoða aðgengi vefsíðna
Eini gallinn sem ég sé er að ýmsir möguleikar virka ekki til skoðunar á vefsíðum sem ekki eru á netinu (eru enn á vélinni hjá mér).
Fékk karlinn til mín í gærkvöldi - voða notalegt. Nú er þessi dagur hálfnaður - CSS advanced námskeiðið hálfnað. Á miðvikudag fannst mér ég lítið læra nýtt - það var usability námskeiðið. Í gær var fullt af nýjum fróðleik og fyrir hádegi finnst mér ég vera dálitið úti á túni en samt ekki vitlausari en hinir 11 sem eru hér ;o). Hef samt ekki dregist afturúr þótt námskeiðið sé mikið til verklegt.
22 June 2006
Accessibility - Aðgengismálin í dag
- Tell me and I will forget
- Show me and I will rembember
- Involve me and I will understand
Thetta eru kjorord Happy Computers sem halda alls kyns tolvunamskeid og hysa namskeid Webcredible fyrirtaekisins i London. Otrulega mikid til i thessu - thad syjast allt mikid betur inn thegar nemendur taka thatt i thvi sem fram fer - muna thad Kristin.
I dag er adgengisnamskeidid haldid og er frabaert. Svo mikil thorf a svona namskeidum heima. Vidmotsmalin voru frekar yfirbordskennd i gaer fyrir tha sem thekkja eitthvad til - nokkurs konar "crash course".
Trenton Moss kennir thetta namskeid og hann deilir eins og fleiri a nyju utgafu Accessibility Guidelines fra W3C http://www.w3.org/WAI/ Um ad gera ad kynna ser thetta vel og mynda ser skodun.
Er buin ad vera ad skoda sidu sem a ad vera vottud skv. AA en betur ma ef duga skal.
21 June 2006
Webcredible - usability/viðmótsprófanir, námskeið
Usability (vidmot) namskeidid lofar godu - svolitid fyrir byrjendur en samt ekki svo ad ekkert se a thvi ad graeda jafnvel fyrir hadegi. Thad kemur lika vel ut ad vera nybuin ad lata framkvaema notendaprofandir a vefnum og fara svo a namskeid. Tynast til punktar til vidbotar vid tad sem kom fram vid profanir. Til daemis hafdi enginn ord a tvi i profunum ad heimsottir tenglar skiptu ekki um lit - hlutur sem audvitad a ad vera i lagi en er ekki. Folk var kannski of djupt sokkid i verkefnin sin. Synir bara ad thad er ekki nog ad profa bara med notendum, thu verdur ad lesa ther lika til til ad vita ut a hvad thetta gengur allt saman. Gott ad hafa thad i huga.
Adgengisnamskeid a morgun og svo CSS advanced a fostudag. Hlakka til.
31 May 2006
Metadata - lýsigögn
Malcolm Moffat skrifar á netinu: Marketing' with Metadata - How Metadata Can Increase Exposure and Visibility of Online Content Útgáfa 1.0 er frá mars 2006.
Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður hvar.is hefur verið virkur talsmaður lýsigagna, haldið námskeið og skrifað greinar. Hann hélt til dæmis námskeið í Þjóðarbókhlöðu 21. febrúar 2006 sem var vel sótt. http://www.hi.is/~sveinn/lysigagnakennsla.htm
23 May 2006
Aðgengismál - fróðleiksþorstinn
Headstar Events - halda árlega e-Access ráðstefnu http://www.headstar-events.com/
City University London - allstkonar erindi http://www.city.ac.uk/whatson/diary.html
Usability Week - hin klassíska með Jakob Nielsen http://www.nngroup.com/events/london/agenda.html
UsabilityNews.com - Ýmislegt í gangi hér http://www.usabilitynews.com/default.asp?c=3
WebCredible - Usability, accessibility, css og fleira http://www.webcredible.co.uk/services/training.shtml - á leið þangað í júní og rapporta um það þegar ég kem heim :o)
18 May 2006
Vottun um aðgengi fyrir fatlaða
Sjá ehf. www.sja.is
WAI www.w3.org/wai
Aðgengireglur W3C - Útdrættir á íslensku um helstu reglurnar